This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
miðvikudagur, september 24, 2003  
Jæja
þá erum við nettengd á ný.

Eins og kunnugt er þá erum við Mæja flutt frá Bristol-borg til Guildford-bæjar í Surrey-sýslu. Surrey er næsta sýsla við Greater London svæðið. Mér sýnist Guildford vera aðalbærinn í sýslunni. Ég veit reyndar ekki enn hversu margir búa hér en það ætli það séu ekki nokkrir tugir þúsunda á svæðinu. Tuttugu til fjörutíu er mitt gisk. Aðrir stærri bæir í Surrey eru Woking og Staines. Svo er Gatwick flugvöllur líka í sýslunni.

Lestarferð frá Guildford til Waterloo í mið-London tekur 35 mínútur og ganga
lestir á ca 15 mín fresti allan liðlangan daginn. Það er því ekki mikið mál að hendast til London, eins og við Mæja höfum gert tvisvar síðan við fluttum hingað.

Bærinn Guildford er er alveg indæll. Hér býr frekar efnað fólk í villum með stórum görðum. Miðbærinn er umkringdur tveimur skógi vöxnum hæðum og þar eru villurnar hver innan um aðra. Áin Wye rennur svo á milli hæðanna og miðbærinn er upp af ánni.

Háskólasvæðið er ca 2 km frá miðbænum. Þar búum við. Íbúðin er rúmgóð en þokkalega ljót. Hún er samt öll að koma til með smá fifferíi frá okkur Mæju. Vantar bara sófa og þá væri þetta bara stórfínt. Eldhúsið er stórt og rúmar vel tvo kokka. Svo er þessi líka fína sturta sem okkur þykir mikill lúxus eftir að hafa þurft að láta baðkarið nægja okkur í Bristol. Svefnherbergið er vel stórt og þar er Mæja með lærdómsaðstöðu.

Flestir íbúar hér á görðunum sýnist mér vera ca 18-20 ára og af asískum uppruna. Ég er því ekki frá því að ég skeri mig aðeins úr hér. Að nálgast þrítugt og frekar ljós yfirlitum. Ég er "kallinn" í húsinu. Það er alveg ný reynsla.
Háskólasvæðið lítur vel út. Flestar byggingar eru frekar nýlegar og allt voða gróið og flott. Tjörn með svönum og öndum setur svo punktinn yfir i-ið.

Mæja var einmitt að byrja í skólanum í dag. Þetta kallast induction week. Ekkert alvarlegt nám í gangi en verið að kynna skólann, námið o.s.frv. Ég held að hún sé í kokteil núna. Sem sagt byrjað af krafti hér í Guildford.
Í næstu viku byrjar svo námið fyrir alvöru.

Sjálfur er ég byrjaður af krafti að leita að vinnu. Eiginlega gat ég ekki sett leitina neitt alvarlega af stað fyrr en netið var komið í lag. Svo er bara að sjá hvað setur. Það er fullt af störfum á lausu í mínum geira. Spurningin er hversu margir eru um hituna. Ég kemst væntanlega að því fyrr en síðar.
Ég veit amk að það væri lítið mál fyrir mig að vinna í London því samgöngurnar héðan eru það góðar. Þá þyrfti ég náttúrulega líka að taka subway í London sem er víst ansi troðið á morgnana. Ég ætti því að gera ráð fyrir ca klukktutíma ferðalagi í vinnuna.

Við kíktum einmitt til London sl. sunnudag. Fórum út á Waterloo og röltum meðfram suðurbakka Thames. Sáum m.a. galdramanninn David Blaine í glerbúrinu sínu. Hann hangir ekki yfir ánni heldur yfir moldarflagi við hliðina á ráðhúsi Hr Livingstone borgarstjóra hjá Tower-bridge. Undir búrinu var ein allsherjar-þvaga af fólki að fylgjast með David. Hann bara lá á naríunum í búrinu sínu og svaf. Merkilegt, eða hvað?

Svo röltum við upp á Brick Lane þar sem Guðrún Norðfjörð býr. Þar var boðið í grill og fínerí. Þar sátum við í bakgarðinum, ásamt nokkrum fleiri Íslendingum sem eru búsettir í London, og skeggræddum málin og drukkum nokkra öllara. Alls ekki slæmt.

17:24

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.