This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
laugardagur, ágúst 02, 2003
Engin Verzlunarmannahelgi í Bristol-borg.
Bara venjuleg helgi.
Engin útilega eða klimma á þúfubarði í kvöldsól og norðan-næðingi með grillsteik í belg og stráhatt á kolli. Bara spagettí belg, í skrifborðsstól, grárri skyrtu og slitnum inniskóm. Mingus á fóninum og allt með kyrrum kjörum á Görðunum.
Gott að fá ágúst með strákúst á svæðið.
Síðasti mánuðurinn okkar í Bristol.
Síðasti mánuðurinn minn í námi (vona ég).
Ritgerðarvinna gengur nokkuð vel. Er búinn að skrifa bróðurpartinn af tveimur köflum sem eiga að leiða menn í sannleikann um það sem ég er að pæla í. Þá vantar bara að skrifa um gagnavinnsluna og niðurstöður hennar.
Gögnin eru komin í hús og ég er í startholunum, tilbúinn að ráðst á þau. Kæmi samt ekki á óvart þótt eitthvað vandamál dúkkaði upp í miðjum klíðum. Þannig er þetta. Getur varla allt gengið algjörlega mjúklega fyrir sig.
Rúmar þrjár vikur í 26. ágúst. Þá þarf ég að skila. Rokk og ról.
Fékk glaðning frá skattinum. Er þegar búinn að eyða bróðurpartinum af honum í málmleitartæki af nýjustu gerð. Keypti líka hlut í fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu prjónasokka fyrir síamstvíbura sem eru samvaxnir á fótum. Mikill vaxtarbroddur á því sviði.
Frétti af Ara Frex, aka Aria Fret, í Mörkinni að glamra á gítarhræ. Er guðslifandifeginn að vera ekki þar að hlusta á hann gaula um húsrísandisólar. Hann er góður félagi, en alveg agalega leiðinlegur trúbador.
Nei, ég lýg þessu.
Væri svo sem allt í lagi að kíkja aðeins í Mörkina núna. Taka eitt gól með Frexinu.
Hella í sig mjólkurglasi og binnakexi og sitja á bökkum Krossár og syngja sig í svefn.
Man þegar við vorum á þessum slóðum fyrir ca tveimur árum. Frexið var auðvitað með gítarinn og við að góla í kór, flestum til ama. Agalega flott. Þá kom (h)landvörðurinn og rak okkur út að Krossá. Þar var víst í lagi að glamra og góla úr sér barkann því árniðurinn drekkir öllum hljóðum. Hljóðdeyfir í lagi.
Við færðum okkur um set og tókum lagið fyrir fljótið.
Down to the river.
Held reyndar að Frexið kunni ekki þann smell með Brúsa Spring.
Man hins vegar að Þórhildur, mamma Frexins, spilaði það lag fyrir okkur í enskutíma í 9. bekk í Való.
Hjá henni var það ekki bara Breakaway, Breakaway, Breakaway, heldur Breakaway, rokk og ról, Breakaway.
Assgoti gaman að því.
19:43
|
|
|
|
|