This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, júní 01, 2003
Júní mættur.
Maí endaði vel.
Ég kláraði prófin á fimmtudaginn. Gekk nokkuð vel í þeim flestum. Held ég. Eitt prófið var reyndar frekar erfitt og apalegt. Engum gekk vel. Ég gæti verið tæpur þar en það kemur þá bara í ljós. Ég get amk ekki gert neitt í því núna.
Eftir prófið á fimmtudaginn skruppum við bekkjarfélagarnir niður í miðbæ og drukkum öl. Það var sól og hiti og gátum við því setið úti allt kvöldið. Ég og fransmaðurinn Olivier héldum lengst út og enduðum kvöldið á Club Havana í góðum gír.
Daginn eftir var enn og aftur sól og blíða. Ég var kominn á lappir upp úr níu og hélt þá rakleiðis út á lestarstöð og hoppaði upp í lest til Oxford. Planið var að kíkja í mother of all bookstores, Blackwells í Oxford, og kaupa góða bók um econometrics og jafnvel aðra um forecasting. Úrvalið í þessari búð er svo svaðalegt að það hálfa væri nóg. Ég náði í fína bók sem kemur örugglega að góðum notum í MSc ritgerðarskrifum.
Um fimmleytið hitti ég svo Óla Jó og við fórum á þennan líka eðalpub sem stendur alveg við ána Thames (hún heitir reyndar eitthvað annað þar sem hún rennur í gegnum Oxford). Tæplega 30 stiga hiti þennan daginn og við gátum því setið úti og sötrað. Ekki slæmt. Við höfðum náttúrulega nóg að spjalla enda ekki á hverjum degi sem maður hittir félaga frá Íslandi hér í UK.
Við fengum okkur svo að borða á indverskum veitingastað í miðbænum og enduðum heima hjá Óla en þar lumaði hann á Lagavulin viský.
Mjög skemmtilegur dagur.
Svo náði ég lestinni til Bristol kl hálftíu um kvöldið og var mættur heim til Mæju um eittleytið. Hún var að vinna um kvöldið en átti helgarfrí framundan.
Laugardagurinn klikkaði ekki. Sól og blíða í bænum. Við Mæja tókum nettan túristadag í Bristol. Við byrjuðum í miðbænum og kíktum aðeins í búðir og fengum okkur að borða. Næst röltum við meðfram ánni og kíktum á SS Great Britain. Þetta er víst fyrsta stálskip sögunnar, byggt ca 1830 af Islamabard Brunel sem hannaði líka Clifton suspension bridge hér í Bristol. Svo hoppuðum við beint upp í litla ferju sem sigldi með okkur upp og niður ána, inn í miðbæ og út um allt. Mjög ljúft að líða rólega um ána og sjá borgina frá nýju sjónarhorni. Veðurblíðan spillti heldur ekki fyrir. Út um allt var fólk að spóka sig, borða ís, drekka bjór og tjilla. Krakkar léku sér í gosbrunnum bæjarins og greiniegt að Bristol-búar kunna að fagna sumrinu.
Nú var hitinn farinn að segja til sín og við orðinn þyrst. Því var tilvalið að skella sér á besta útipub bæjarins, The White Lion inn. Hann stendur á brún Avon gorge, alveg við Clifton suspension bridge. Það er varla hægt að finna betra location fyrir pub hér í UK.
Eftir einn eða tvo kalda fórum við á mexíkanskan veitingastað í Clifton og enduðum svo kvöldið á nettu rölti um miðbæinn.
Þetta var eðal-Bristol-dagur.
Nú er hins vegar kominn sunnudagur og júní.
Ég er alveg viss um að ég ætla ekki að fá mér öl í kvöld. Ég er ekki frá því að ég sé aðeins ryðgaður eftir afrek síðustu daga. Ég átti hins vegar fullkomnlega skilið að sletta aðeins úr klaufunum eftir að hafa sitið hér inni í stofu vikum saman við lestur og skriftir. Þvílík törn undanfarna mánuði.
Nú er rigerðin hins vegar framundan. Planið er að hefjast handa á morgun. Það þýðir ekkert að leggjast í einhverja leti. Eiginlega hlakka ég bara til að byrja.
Það er málið.
15:51
|
|
|
|
|