This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, maí 27, 2003  
Jæja, þá er loksins hætt að rigna í Bristol.
Þeir spá víst sól og blíðu hér næstu daga. Hátt í 30 stiga hiti og allir skúrir á bak og burt.
Veðurspárnar hér eru allsvakalega nákvæmar og rætast ávallt þótt veðrið breytist oft hratt. Ég gef veðurfræðingum landsins toppeinkunn.
Þessi veðrabrigði hitta vel á því ég er akkúrat að fara í síðustu tvö prófin mín á morgun og hinn. Þá er mál að slappa aðeins af og tjilla í góða veðrinu.

Stærsta fréttin hér í UK í síðustu viku var af nýjustu hárgreiðslu David Beckhams. Nýja greiðslan komst á forsíður allra helstu dagblaða (líka virtu blaðanna) og í fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Svo eru menn endalaust að vitna í greiðsluna í hinum og þessum spjallþáttum og í greinum í dagblöðum.
Þegar enska landsliðið hitti Nelson Mandela í Suður-Afríku sl. miðvikudag eða fimmtudag þá voru menn enn að tala um hárgreiðsluna. Beckham fékk að tala við gamla manninn og gefa honum fótboltatreyju. Fréttin í The Times byrjaði ca svona:
"Both of them are living legends and both of them are famous for their shirts, but only one of them is famous for his haircuts".
Svo var oftar minnst á greiðsluna í greininni. T.d. var Mandela spurður hvernig honum fyndist nýja greiðslan hans Becks. Mandela sagðist bara vera of gamall fyrir svona ruglumbull. Alveg eðlilegt.
Svo sá ég nú í vikunni grein um ca 10 ára strák sem mætti í skólann með eins greiðslu og Becks skartar. Skólastjórinn gerði sér lítið fyrir og rak hann heim. "Hvítur drengur á ekki að láta sjá sig með svona greiðslu hér", var ástæðan sem hann gaf. Þetta olli miklu fjaðrafoki enda tilvísanir í kynþætti afar eldfimar hér. Þetta er nú samt svertingjagreiðsla, það er ekki spurning.

Jæja nóg um hárgreiðslu Beckhams.
Fyrir þá sem vilja vita þá fer ég í klippingu til Hr Massimo, hér hinum megin við götuna, á ca 2-3 mánaða fresti og borga 7 pund fyrir. Það eru ca 840 kr. Heima borgaði ég 2.200 kr fyrir sömu þjónustu. Okur.
Það er sko fleira en vínber sem kostar minna hér í UK.






18:04

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.