This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Internetið er málið.
Þegar ég byrjaði í sálfræðinni haustið 1994 var internetið varla komið úr startholunum. Til dæmis voru ekki margar nettengdar tölvur á háskólasvæðinu. Okkur var þá kennt að leita að greinum í vísindaritum á cd-rom diskum sem voru geymdir á bókasafninu í Aðalbyggingu HÍ. Maður átti að mæta á svæðið og panta tíma í tölvunni sem keyrði diskana. Ef maður var heppinn þá gat maður komist strax í tölvuna og byrjað að leita. Við í sálfræðinni leituðum í Psyc-lit gagnasafninu. Það var bara til eitt eintak af því. Diskarnir geymdu að vísu bara abstracta úr greinunum. Ef manni leist vel á þá þurfti maður að finna greinarnar sjálfar á bókasafninu. Tímaritakostur safnsins var og er frekar fátæklegur svo oftar en ekki komst maður ekki í nema brot af greinunum sem manni leist á. Amk ekki meira en helming. Stundum pantaði maður greinar að utan ef mikið var í húfi. Það tók ca 3 vikur.
Eftir að Þjóðarbókhlaðan opnaði, í desember 1994, batnaði aðstaðan mikið. Í stað þess að þurfa að bóka tíma í tölvunni góðu gat maður leitað í þar til gerðum leitartölvum sem voru á öllum hæðum. Enn gat maður bara leitað í abströktum en vesenið við að komast í þá minnkaði mikið. Tímaritakosturinn skánaði hins vegar ekki. Ég held að hann hafi jafnvel versnað því rekstrarkostnaður safnsins jókst mikið við flutningana og þá var skorið niður í tímaritakaupum. Sem sagt stærra hús en minna úrval af lesefni. (kannski ekki alveg rétt því nú var meiri bóka- og tímaritakostur á einum stað).
Svona var staðan þegar ég lauk námi í febrúar 1998. Þetta reddaðist alltaf en stundum var leiðinlegt að bíða í 3 vikur eftir spennandi grein eða sleppa því að lesa greinar sem virtust koma málinu við.
Nú er ég byrjaður aftur í þessum bransa. Undirbúningur fyrir lokaritgerðina er hafinn og bóka- og greinaleit komin á fullt. Í stað þess að þurfa að panta tíma í tölvu eða hafa áhyggjur af því að tímarit séu ekki til á safninu þá get ég afgreitt þetta mál í stofunni heima hjá mér. Öll stærstu tímaritin eru komin á netið - backcataloginn líka. Háskólasafnið hjá UWE reddar mér aðgangsorðum að þessum gagnagrunnum og ég get leitað að og lesið heilu greinarnar ef ég vil. Ef ég nenni ekki að lesa í tölvunni get ég náttúrulega prentað greinarnar eða lesið þær í tímaritunum á safninu. Ég get náttúrulega líka leitað að bókum á bókasafninu í gegnum netið.
Aðgangsorðin koma mér líka inn á ýmsa sérhæfðar síður þar sem allt það nýjasta í fræðunum er að finna.
Sem sagt easy life á gervihnattaöld.
Ætli Tony Blair sé sammála mér? Frakkar og Þjóðverjar eru alltaf að stríða honum, almenningur í UK trúir honum ekki lengur, stór hluti Múslima er fúll út í hann og allt að fara til andskotans. Gordon Brown, fjármálaráðerra, langar til að verða forsætisráðherra og er ekkert að hjálpa fóstbróður sínum, Blair, í vandræðunum.
Sá í fréttum í kvöld að skv nýrri könnum þá telur almenningur í UK að heimsfriðnum standi meiri ógn af Bush heldur en Saddam eða Hr Kim í Norður-Kóreu.
Áróðursstríðið er ekki alveg að ganga upp hjá þeim Bush og Blair.
22:35
|
|
|
|
|