This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, febrúar 04, 2003  
Í gær var það Michael Jackson en í kvöld var það frændi hans, Saddam Hussein, sem var í sviðsljósinu. Friðarsinninn Tony Benn (sem ég minntist aðeins á hér sl. laugardag) skellti sér til Bagdad í síðustu viku og ræddi við Saddam Hussein um málefni líðandi stundar. Viðtalið var svo sýnt í fréttum Channel 4 nú í kvöld.
Ég verð nú að viðurkenna að Hussein komst mun betur frá þessu viðtali en Jackson frá sínu viðtali í gær. Hussein var hinn hressasti, vel greiddur og í nýjum jakkafötum. Mjög yfirvegaður, kannski ekki beint þessi stressaða týpa. Mottan var á sínum stað, vel snyrt og gljáandi. Hann virtist vera með sín mál á hreinu. Tony skildi náttúrulega ekkert hvað Hussein var að segja og kinkaði bara kolli reglulega og reyndi að halda einbeitingunni. Eftir viðtalið talaði fréttamaður Channel 4 við Tony í stúdióinu. Tony var svo æstur yfir stríðsáróðrinum hér í UK og í USA að það lá við að hann missti gervitennurnar út úr sér. Hann næstum öskraði á fréttamanninn og svaraði ekki spurningum hans heldur bölvaði bara ráðamönnum í UK og USA (svona næstum því).
Það sem stendur þó upp úr er að Tony var eiginlega of kurteis við félaga Hussein. Hann sleppti nokkrum erfiðum spurningum og leyfði Hussein að tala endalaust um hversu ómögulegir ráðamenn í USA væru (sem er svo sem skiljanlegt því Tony skildi náttúrulega ekkert hvað hann var að segja). Önnur viðbrögð hér í UK voru þau að Hussein hefði ekki nýtt þetta tækifæri nógu vel. Þarna hefði hann t.d. getað lagt til leið til að ganga úr skugga um það í eitt skipti fyrir öll að í Írak leynast hvergi Weapons of mass destruction. Hann virtist hins vegar ekki hafa neinn áhuga á því.
Svo bíðum við bara spennt spennt eftir því að sjá hvað Hr Powell gerir á fundi UN á morgun.
Tony fær nú samt plús í kladdann fyrir viðleitnina. Hann er að reyna að leggja lóð sitt á vogarskálarnar, gera hvað hann getur til að afstýra stríði. Ég held það þurfi hins vegar meira til að Bush og Blair skipti um skoðun.
Eða eins og einhver gúbbinn sagði um daginn að þá er svo erfitt fyrir USA og UK að bakka út núna eða gefa Saddam meiri tíma því það kæmi alltaf út sem pólitískur sigur fyrir hann og það er eitthvað sem Bush getur ekki sætt sig við. Fyrst þetta er komið svona langt þá er ómögulegt að snúa við. Það var skoðun gúbbans.

Annars er bara róleg stemming hér í Bristol. Sól og blíða, grænar grundir og fuglasöngur. Ég sit flestum stundum hér í stofunni heima og dæli í mig tölfræði og Pepsi Max. Skólinn er kominn á fullt og nú er að duga eða drepast. Klára þessa sex kúrsa með stæl. Svo þarf ég að fara að finna mér mastersverkefni. Held að það verði nú ekki mikið mál. Gæti jafnvel fundið eitthvað bitastætt í Forecasting kúrsinum. Auglýsingafræðin gætu líka komið við sögu + dash af tölfræði. Þá er þetta komið. Piece of cake eins og Betty Crocker myndi segja.

Ég var á strollinu hér í nágrenninu í dag og sá þá nýjan indverskan veitingastað hér rétt hjá. Inner Fire heitir hann. Ekki mjög indverskt nafn en á væntanlega að lýsa matnum sem þeir framreiða þeim mun betur. Þetta er í raun eini almennilegi veitingastaðurinn hér í nágrenninu. Beint á móti er svo einn af hvefispöbbunum. Dinner þarna gæti því hæglega endað á nokkrum ísköldum pæntum til að slökkva eldinn.

Eldur í mér
ble ble ble ble ble ble ble ble ble

Gengið í Írafár var ef til vill með með indverskt í mallanum þegar þetta var samið.



22:55

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.