This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, febrúar 10, 2003
Febrúar brunar áfram. Áður en maður veit af verður komið sumar. Það kemur víst aðeins fyrr hér en t.d. norður í Flateyjardal.
Helgin var frekar róleg námslega séð. Við Mæja fórum í fimm-bíó á laugardaginn og sáum nýju Spielberg myndina, Catch me if you can. Ég var nokkuð ánægðu með myndina og get vel mælt með henni. Christopher Walken fer t.d. alveg á kostum.
Eftir bíó fengum við okkur að borða niðri í miðbæ. Ég fékk mér lambasteik með garlic mash og brúnni sósu. Þetta var fyrsta steikin sem ég hef borðað í langan tíma og hún bragðaðist mjög vel. Rauðvínið gerði hana enn betri. Mæja fékk sér nautasteik sem henni fannst aðeins of þurr. Vantaði sósu. Sósan er málið með steik.
Svo kíktum við aðeins á írska pöbbinn og svo á jassklúbbinn við hliðina. Tveir eðalstaðir. Barþjónarnir á írska pöbbnum eru farnir að kannast við mig og taka alltaf vel á móti mér þegar ég mæti. Það er gaman að því. Það er ekki eins og maður þekki svo marga hér í Bristol.
Vel á minnst. Svo virðist sem prófin og verkefnin mín hafi gengið nokkuð vel. Ég er ekki enn búinn að fá einkunnir afhentar en hef fengið það staðfest að ég fæ amk pass einkunn í öllum kúrsum, jafnvel distinction í sumum. Sjáum til með það.
22:40
|
|
|
|
|