This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
laugardagur, febrúar 01, 2003
Channel 4 var rétt í þessu að velja politician of the year. Sex einstaklingar voru tilnefndir og almenningur mátti kjósa með því að hringja eða senda email. Stöðin var með live seremoníu. Svaka veisla með mörgum þungavigtarmönnum í jakkafötum með bindi. Fáar glamúrgellur á svæðinu, það verður að segjast. Þær hanga víst allar í spilavítunum og bíða eftir hvíta riddaranum í takkaskónum. Hvað um það, margir gaurar og gellur fengu verðlaun í kvöld, m.a. fyrir að vera fyndnasti stjórnmálafréttamaðurinn, fyrir bestu þingræðuna o.s.frv. En til að gera langa sögu stutta (og líka vegna þess að enski boltinn er að byrja á ITV eftir 5 mínútur) þá var Tony Benn valinn stjórnmálamaður ársins. Hann er hættur á þingi enda orðinn nokkuð roskinn. Kallinn er samt örugglega virkur á bak við tjöldin! Hann sat á þingi fyrir Labour í 50 ár og á örugglega víða góða félaga sem taka mark á honum.
21:43
|
|
|
|
|