This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, janúar 20, 2003
Mecca Cola er málið. Það finnst amk mörgum múslimum og þeim sem vilja tjá anti-americanisma í neyslu sinni . Þessi drykkur nýtur nú vinsælda hér í UK. Hann kom fyrst á markað í Frakklandi fyrir nokkrum mánuðum og gengur vel þar. Nú á að taka UK með stormi og seldust 300.000 lítrar fyrstu tvær vikunar sem drykkurinn var á markaði hér. 10% af söluhagnaði á að nota til að stykja málefni tengd Palestínu og 10% eiga að fara til góðgerðarmála í Evrópu. Næst á dagskrá hjá fyrirtækinu sem framleiðir Mecca Cola er að opna keðju skyndibitastaða, Halal Fried Chicken. (Engar skinkusamlokur þar!)
Mecca Cola er valkostur þeirra sem kjósa að drekka cola drykki en vilja ekki styrkja bandarísk stórfyrirtæki í leiðinni - eða vilja bara sýna skoðanir sínar á táknrænan hátt. Mecca Cola á reyndar langt í land með að ná Coke eða Pepsi í vinsældum en mögulegur markaður fyrir drykkinn er stór víða um heim.
Í Middle-East eru múslimar þegar farnir að sneyða hjá amerískum vörum eins og Pampers bleium og Heinz tómatsósu. Velta á vestrænum skyndibitastöðum í Saudi-Arabíu hefur dregist saman um 50% á sl. tveimur árum. Nú síðast hafa einhver samtök í Egyptalandi mælt með því að fólk hætti að kaupa Ariel þvottaefni vegna þess að það ku vera nefnt í höfuðið á Ariel Sharon, forsætirráðherra Ísraels.
Það virðist því geta skipt bandarísk fyrirtæki nokkru máli hvaða nöfn þeir bera sem halda um stjórnartaumana í Ísrael og víðar. Það myndi t.d. henta þeim illa ef forsætisráðherra Ísraels væri bjóráhugamaðurinn Bud Miller, sonur hjónanna Reebok Wrigley´s og Kellogs McDonalds!! Ætli afstaða ráðamanna í USA til Ísraels myndi ekki breytast. "Bannað að pirra Palestínumenn".
Ég tel hins vegar ólíklegt að hagsmunir íslenskra fyrirtækja geti verið í hættu af líkum ástæðum. Það er t.d. afskapalega ólíklegt að maður kallaður Nói-Síríus komist til valda í Ísrael (eða hvað, Nói var nú á þessum slóðum í örkinni sinni hér forðum daga!). Frón, Júmbó, Góa eða Ora eru amk ólíklegt nöfn. Ekki það að eitthvað að þessum fyrirtækjum sé yfir höfuð eitthvað sérstaklega líklegt til að hasla sér völl í Middle-East.
Það er nú málið.
19:20
|
|
|
|
|