This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, desember 30, 2002
Var að borða mest djúsí og heví súkkulaðiköku sem ég hef bragðað á ævinni. Luxury Chocolate Yule Log heitir hún og er frá Sainsbury´s. Úffa! Þetta er rúlluterta þar sem mjúku súkkulaðikremi er rúllað inn í aðeins harðara súkkulaði. Það fer voðalega lítið fyrir kökustöffinu sjálfu og í raun væri hið minnsta mál að smyrja þessari köku ofan á aðra köku, svo mikið er kremið í henni. Býst við að kakan eigi að nægja handa amk 10 manns. Borðaði þá fyrir 4 áðan. Gaman að því.
Vikuritið Time valdi indversku myndina Devdas bestu mynd þessa árs. Það er þá kannski komið að því að maður sjái indverska mynd í fyrsta skipti. Í öðru sæti varð kínversk mynd, í þriðja rússnesk og í því fjórða spænsk mynd. Nýjasta myndin hans Scorsese, Gangs of New York, varð í fimmta sæti. Greinilegt að maður ætti að veita myndum sem eru ekki frá USA aðeins meiri athygli. Málið er bara að þær eru matreiddar svo kyrfilega ofan í mann og m.a. þess vegna hafa þær mikið forskot. Maður þarf að hafa aðeins meira fyrir því að sjá hinar myndirnar. Bara það að muna nafnið á þeim krefst þess að maður skrifi það niður því það er alveg óvíst að maður sjái það nokkurn tíman aftur. Ég er t.d. alveg viss um að nafnið Devdas verði horfið úr huga mínum eftir klukkutíma og ég eigi aldrei eftir að sjá það aftur í fjölmiðlum. Best að skrifa það niður á gulan miða.
Versta mynd ársins var valin Men in Black II. Djöfull er ég sammála því. Algjört helvíti að sjá þessa mynd. Ég get samt lofað ykkur því að hún verður auglýst alveg massamikið þegar hún kemur út á DVD, mun seljast nokkuð grimmt og svo verður hún sett í besta slottið á Stöð 2 þegar að því kemur og Bo mun kynna hana sem stórskemmilega brellumynd í hæsta gæðaflokki.
Jæja best að fá sér aðeins meiri köku og klára helvítis stærðfræðina. Svo er spurning um að velja Ingibjörgu Sólrúnu mann ársins á Rúv. Veit ekki alveg með það samt. Svolítil prumpufýla af þessu máli. Veit að Úlli er vanur prumpufýlu og lætur þetta ekki á sig fá. Annað mál með Einar Mar. Hann er nú svolítill snyrtipinni og vill enga svona fýlu í kringum sig. Þetta gæti því orðið skemmtilegt umræðuefni á næsta ölfundi hjá þeim félögum.
16:14
|
|
|
|
|