This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, desember 23, 2002  
Helgin var róleg. Það er reyndar undantekning ef maður er eitthvað órólegur um helgar hérna í Bristol. Órólegasta helgin var líklega þegar Ægir félagi kom í heimsókn fyrir rúmum tveimur vikum. Þá fengum við okkur einn eða tvo öl!


Nú er maður eiginlega bara að smella í jólafrí. Ætla aðeins að dunda mér í smá verkefni í dag og svo förum við Mæja til London á morgun. Verðum hjá Hrund og kærasta hennar sem búa einhvers staðar í London. Hrund vann með Mæju á Íslensku auglýsingastofunni. Guðrún Norðfjörð (sem vann líka með Mæju á ÍA) og Jón Páll verða líka á svæðinu. Svo veit ég ekki betur en að við verðum með einkakokk til að elda ofan í okkur jólasteikina. Vinur Hrundar er menntaður kokkur og æltar að dvelja þarna um jólin.
Verðum líklega í London í 5 daga. Ég hlakka mikið til enda aldrei komið til London. Svo er líka langt síðan við höfum skemmt okkur með hópi af Íslendingum. Kominn tími á það.

Við munum örugglega taka einn eða tvo daga í túristapakkann. Kíkja á helstu kennileitin og svo er spurning um að smella sér á útsölur en þær byrja víst flestar 27. desember. Svo er ég að spá í að láta sérsníða á mig jakkaföt og fara á uppboð hjá Southebys. Vantar skúlptúr hér í stofuna. Svo langar mig líka að kaupa gamlan nærbol sem Elton John átti. Ekki smurning.

Liverpool gerði jafntefli um helgina.
piff
Held þeir hafi ekki gert neitt gott í heilan mánuð eða meira.
Þeir eru vanir að taka dýfu í desember og útiloka sig þannig frá meistaratitili. Nú slógu þeir tvær flugur í einu höggi með því að láta henda sér út úr Meistaradeildinni líka.

09:44

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.