This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Thetta er malid
Her ma sja loftmynd af Guildford, nanar tiltekid - Stocton Road og nagrenni, thar sem vid Maja buum og hofum ansi gaman af.
A myndinni a ad vera raudur hringur. Vid buum ca 5mm til vinstri vid hringinn - med krikkettvollinn fyrir framan husid.
Lengra til haegri a myndinni ma sja Stoke Park thar sem vid saum Blondie og The Stranglers troda upp sl fostudag.
Ekki var thad nu leidinlegt.
'Better watch out for the skin deep' sogdu their af mikilli innlifun. Mikil snilld. Ogleymanleg stund thad.
Blondie toppadi hins vegar kvoldid. Mognud frammistada hja Debbie Harry og bandinu. Hafa engu gleymt eftir oll thessi ar.
Adeins nedar a myndinni er annar krikketvollur. Vinnustadur minn, Arkenford, er vid nedri enda vallarins.
Tha hafid thid thad.
15:43
mánudagur, júlí 19, 2004
Helgin
Maja gerir helginni fin skil a blogginu sinu.
Eitthvad fra mer sidar.
08:03
þriðjudagur, júlí 06, 2004
No more tears
eins og Ozzy myndi orða það.
Mæja sem sagt mætt til Guildford eftir rúmlega tveggja vikna dvöl á Klakanum - með kvef og rjómakúlur í farteskinu. Hún hafði bara nokkuð gaman af ferðinni en var samt fegin að koma heim til gömlu góðu Guildford. Hvað annað!
Ég var líka ósköp feginn að fá hana heim.
Ég var svo sem í ágætis rútínu hér á meðan ég var einn heima.
Það tók mig smá tíma að finna réttu blönduna en eftir að hún var fundin varð einveran þolanlegri.
Vinna til sex. Fjórir bjórar keytir í indversku sjoppunni, beint heim, tilbúin Sainsburys pizza í ofninn, kveikt á Euro2004, pizza étin og skolað niður með bjór, skipt yfir á Big Brother klukkan tíu, í háttinn klukkan ellefu, lesið í Paxman til miðnættis, sofið til hálfátta og farið í vinnu.
Skotheldur pakki.
Helgarnar voru aðeins flóknari en ekki mjög ólíkar samt. Minni vinna og meiri bjór... nei.... ég meina .... þegiðu Þorvaldur!.....minni vinna og meiri lestur og heilbrigð útivera.
Síðustu helgina í júní mættu svo tveir félagar á svæðið og héldum við uppi miklu fjöri hér í bænum sem kenndur er við the golden ford on River Wey - Gyldeforde.
Hvorki meira né minna (var að lesa bók sem heitir Short History of Guildford og veit nú flest sem vita þarf um bæinn. Þeir sem mæta hingað í heimsókn og kunna gott að meta munu fá að njóta góðs af því ).
En sem sagt tveir vinir á svæðinu.
Frexið mætti á föstudeginum um fimmleytið og var undireins dreginn i smá verslunarleiðangur til að kaupa gott á grillið og eitthvað til að drekka með. Svo var farið beint heim á Stocton Road og slegið upp mini-garden-bbq-party.
Sátum úti til miðnættis og spiluðum Rod og Tesla fyrir fuglana. Allir sungu með.
Tweed Tweed.
Og vöktu mig svo um morguninn klukkan ca sex, eins og alla morgna. Helv fuglafífl.
Er kominn með fuglahræðu núna sem ætti að þagga niður í þeim. Froskstytta með hreyfiskynjara sem ropar ógurlega þegar eitthað hreyfist fyrir framan hana. Gaf Mæju þennan frosk í afmælisgjöf - meira upp á grín - en samt fínt ef hann nær að bögga fuglana smá. Kaupi fleiri ef hann virkar vel. Fylli garðinn af ropfroskum. Barp Barp Barp.
Morguninn eftir drifum við Frexið okkur svo í eðalgöngu um nærliggjandi sveitir og hafði Frexið einmitt á orði að hér væri nú gott að búa. Sagði ég já og labbaði sem leið lá um Pewley Downs.
Enduðum svo í miðbænum og tékkuðum á stemmingunni í Guildford Castle sem var einmitt verið að opna eftir endurbaetur á þessum laugardegi. Byggdur a 12. old og thvi adeins farinn ad lata a sja.
Við pössuðum okkur vel á því að dreypa ekki á neinu öli fyrrpartinn því von var á Óla Jó frá Oxford um fjögurleytið og viðbúið að úr yrði allsherjar ölorgía í kjölfar komu hans.
Það klikkaði ekki.
Vorum mættir á fyrsta pub ca 5 mínútum eftir að Óli mætti og þræddum við svo öll helstu public house bæjarins langt fram eftir kvöldi. Höfum líklega náð að visitera 7 pubba sem verður að teljast nokkuð gott á einu síðdegi og kvöldi. Náttúrulega voru pubbarnir hver öðrum betri og sá síðasti sá allrabesti. Royal Oak hét hann - sama nafn og annar besti pubbinn í Bristol bar (góður bar þar!)
Sem sagt god stemming.
Svo var bara tölt heim á Stocton Road. Fórum reyndar smá krókaleið en náðum heim fyrir rest - ólaskaðir og óstöðugir.
Mjög góður dagur með gaurunum og mikið hlegið.
Frexið fór svo heim snemma daginn eftir og við Óli tókum því rólega hér í bænum. Byrjuðum á góðum lunch Castle Gardens (þar sem ég borða reyndar oftast minn lunch á virkum dögum) og tókum svo góðan labbitúr um nærsveitir.
Óli brunaði svo beina leiði til Oxford með síðdegislest og ég því orðinn einprumpandi aftur.
Þar var svo sem í lagi því það var auðvitað leikur á Euro um kvöldið og pizza til í ísskápnum. Enginn bjór það kvöldið enda kominn tími á smá hvíld eftir öfluga helgi.
Mæja mætti svo í síðustu viku og nú er allt fallið í fyrra horf aftur. Ekkert Euro, engar tilbúnar pizzur, og enginn bjór á virkum (oftast ekki).
Var komið gott af því í bili.
Alveg satt - ekki spurning.
Nú styttist hins vegar í komu Rúnars og Vilborgar hingað til Guildford. Geri ráð fyrir að þau verði þyrst í að heyra mig masa um sögu staðarins og vísa veginn um söguslóðir í Wey Walley og nágrenni. Úffa.
Kannski þau vilji bara frekar hlusta á Tesla.
Efast samt um það.
17:20
|
|
|
|
|